Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Starfsnám í verslunargreinum

Starfsnám í verslun miðast við að þjálfa nemann til að sinna störfum í verslun. Neminn skal m.a. þekkja sjóðsvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, þekkta og óþekkta rýrnun og leiðir til þess að draga úr rýrnun, varnir gegn þjófnaði og rýrnun, svo eitthvað sé nefnt.

Nemandi:

  • vinnur við þjónustu, sölu og afgreiðslu
  • veitir upplýsingar um vöruflokka í viðkomandi verslun
  • vinnur við vöruuppröðun
  • tekur á móti vöru í verslun og kemur henni fyrir með viðeigandi hætti, hefur eftirlit með vörunni
  • þekkir einkenni rýrnunar og leiðir til að koma í veg fyrir hana
  • vinnur í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar

 

Til að auðvelda framkvæmd vinnustaðanámsins hefur verið útbúin ferilbók sem nemandinn fyllir út með aðstoð leiðbeinanda meðan á starfsnáminu stendur.

 

Ferilmöppur leiðbeinanda og nemanda er hægt að sæka hér á vefnum (sjá hlekk í valmyndinn hér til vinstri)