Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Störf í verslun

Námskráin miðar að því að auka færni og hæfni verslunarfólks til þess að sinna tilteknum þjónustu- og sölustörfum í verslunum. Verslunarfólk vinnur m.a. við eftirfarandi verkefni:

  • vinnur við þjónustu, sölu, innkaup, afgreiðslu og markaðssetningu á vörum og þjónustu
  • vinnur við að þjónaÞjónar  viðskiptavinum og veitair upplýsingar um vöruflokka í viðkomandi verslun
  • vinnur með almenn og sértæk bókhalds- og skráningakerfi í verslunum
  • vinnur og túlkar upplýsingar úr kerfum í sinni verslun í samvinnu við verslunarstjóra
  • upplýsir um almenn réttindi og skyldur kaupenda og seljenda lausafjármuna og leysir úr almennum vandamálum sem koma upp í verslunum
  • tekur þátt í að meta vöruflæði verslana, m.t.t. innkaupa- og birgðakostnaðar og þess þjónustustigs sem keppt er að í samstarfi við verslunarstjóra
  • vinnur við vöruuppröðun og greiningu á kauphegðun í verslunum
  • vinnur við skipulagningu söluherferða og eftirfylgni þeirra
  • tekur á móti vöru í verslun og kemur fyrir með viðeigandi hætti, hefur eftirlit með vöru og varðveitir, m.t.t. rýrnunar
  • vinnur í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar, s.s. kröfur um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu ,o.s.frv.