Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Lokamarkmið verslunarbrautar

Verslunarbraut er skipulögð sem 18 eininga viðbótarnám að loknu grunnnámi þjónustubrautar. Tilgangur sérnáms verslunarbrautar er einkum:

 • að auka færni í fagtengdum verslunargreinum, s.s. sölu-, markaðs- og rekstrarfræðum
 • að auka færni í samskiptum og faglegri þjónustu
 • að auka hæfni skipulegum og markvissum vinnubrögðum
 • þjálfun til þess að takast á raunveruleg verkefni í atvinnulífi

 

Að loknu námi á verslunarbraut skal nemandi:

 • hafa góða færni í samskiptum, þekkja reglur sem gilda í samskiptum fólks og gildi þjónustu og mikilvægi hópvinnu
 • kunna lykilatriði faglegrar framkomu, jákvæðra samskipta og kunna að vinna úr gagnrýni og nýta með uppbyggilegum hætti
 • kunna almennar siðareglur eins og heiðarleika, stundvísi, þekkja mikilvægi ábyrgðakenndar og snyrtimennsku
 • þekkja mikilvægi nákvæmra og skipulagðra vinnubragða, s.s. vandvirkni, forgangsröðun, tímastjórnun, árangurssækni og ábyrgð
 • hafa innsýn í nýsköpunarferli, þekki ferli frá hugmynd að skipulögðu verkefni, þekkja hugtökin frumkvæði, nýsköpun, frumkvöðlamennt og skapandi hugsun
 • hafa skilning á mikilvægi þess að hafa þol gagnvart nýrri tækni, breytingum, nýjum áherslum, auka sveigjanleika og aðlögunarhæfni
 • hafa hagnýta þekkingu á stærðfræði, tölfræði og upplýsingatækni
 • hafa þekkingu viðfangsefnum og áherslum í rekstrarfræði
 • hafa þekkingu á sölufræði og sölu, s.s. framsetningu á vörum, staðsetningu á vörum, mikilvægi útlits í verslunum
 • gera sér grein fyrir verðmætasköpun einstakra fyrirtækja og heildaverðmætasköpun samfélagsins
 • hafa skilning á skipulagi og uppbyggingu framleiðslu og þjónustu í nútíma samfélögum
 • hafa þekkingu á verklagsreglum verslana, s.s. þekki sjóðsvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, þekkja einkenni rýrnunar og leiðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun, varnir gegn rýrnun, þjónaði og skemmdum á vörum
 • þekkja réttindi og skyldur starfsmanna 
 • öðlast færni í vinna úr viðfangsefnum- og verkefnum verslunar