Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Vinnustaðanám í skrifstofugreinum

Vinnustaðanám í þjónustufyrirtækjum og stofnunum miðast við að kynna nemanum verkefni og áherslur viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar, s.s. innri starfsemi og verklagsreglur, trúnaðarskyldu starfsmanna, reglur um meðferð trúnaðarskjala og persónulegra upplýsinga.

Nemandi:

  • vinnur störf þjónustufulltrúa m.a. við símaþjónustu, móttöku viðskiptavina, flokkun skjala, pósts og erinda, o.s.frv.
  • vinnur við sölu og innkaup á vörum og þjónustu, eftir atvikum
  • svarar almennum fyrirspurnum um þjónustu og vöruflokka viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar
  • skráir upplýsingar í gagnasafn eftir atvikum
  • vinnur við almenn og sértæk bókhalds-, launa-, fjárhagskerfi, eftir atvikum
  • vinnur í samræmi við verklagsreglur, staðla og innra eftirlit fyrirtækis, s.s. kröfu um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.