Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Skrifstofustörf

Námskráin miðar að því að auka færni og hæfni skrifstofufólks til þess að sinna tilteknum þjónustustörfum. Skrifstofufólk vinnur, m.a. við eftirfarandi verkefni:

  • almenn skrifstofu- og þjónustustörf, s.s. störf þjónustufulltrúa, símaþjónustu, móttöku viðskiptavina, flokkun skjala, pósts og erinda, o.s.frv.
  • sölu og innkaup á vörum og þjónustu
  • ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina um almennar fyrirspurnir um þjónustu og vöruflokka viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar
  • þjóna innri og ytri viðskiptavinum fyrirtækis eða stofnunar
  • skrá upplýsingar í gagnasafn, sinna úrvinnslu og túlka upplýsingar úr kerfum gagna í samvinnu við yfirmenn
  • vinna með almenn og sértæk bókhalds-, launa-, fjárhagskerfi og annast skráningu og uppgjör bókhalds fyrir endurskoðun
  • sala og markaðskynningar fyrirtækis eða stofnunar. Skipulagningu á sölu- og kynningarmálum og eftirfylgni slíks starfs
  • vinna í samræmi við verklagsreglur, staðla og innra eftirlit fyrirtækis, s.s. kröfur um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.
  • vinna í samræmi við það laga- og reglugerða umhverfi sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að laga sig að, s.s. stjórnsýslulög, lög um meðferð persónu¬upplýsinga, upplýsingalög, o.s.frv.