Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


Lokamarkmið skrifstofubrautar

Skrifstofubraut er skipulögð sem 18 eininga viðbótarnám að loknu grunnnámi þjónustubrautar. Tilgangur sérnáms á skrifstofubrautar er einkum:

 • að auka faglega færni í fagtengdum rekstrar- og þjónustugreinum
 • að þjálfa skipuleg og markviss vinnubrögð
 • efla færni í færslu bókhalds og skilnings á fjármálagreinum
 • að þjálfa nemann til þess að takast á við raunveruleg verkefni í atvinnulífi
  Að loknu námi á skrifstofubraut skal nemandi:
 • þekkja mikilvægi nákvæmra og skipulagðra vinnubragða, s.s. eins og mikilvægi vandvirkni, forgangsröðun verkþátta, grunnþætti verk- og tímastjórnunar, árangurssækni og ábyrgð
 • hafa innsýn í nýsköpunarferli, þekki ferli frá hugmynd að skipulögðu verkefni, þekkja hugtökin frumkvæði, nýsköpun, frumkvöðlamennt og skapandi hugsun
 • hafa skilning á mikilvægi þess að tileinka sér nýja tækni, breytingarferli, nýjar áherslur við lausn viðfangsefna, þekkja mikilvægi sveigjanleika og aðlögunarhæfni
 • hafa hagnýta þekkingu á stærðfræði, tölfræði og nýjustu upplýsingatækni
 • þekkja bókahald, fjármál, skipulag og stjórnun efnahagsheilda, heimila, fyrirtækja, þjóðfélaga og alþjóðaviðskipta
 • hafa þekkingu á viðfangsefnum og áherslum í fjármálum
 • þekkja og geta notað algeng hugtök í viðskipta- og efnahagslífi
 • þekkja innri starfsemi og verklagsreglur þjónustufyrirtækja, s.s. skrifstofufyrirtækja og opinberra stofnana, þekkja trúnaðarskyldu starfsmanna og reglur um meðferð trúnaðarskjala og persónulegra upplýsinga, fá innsýn í innri starfsemi og verklagsreglur banka- og fjármálafyrirtækja, t.d. kaup og sölu á verðbréfum, gjaldeyrisviðskipti
 • þekkja helstu einkenni einkamarkaðs- ar og opinbera geirans
 • hafa innsýn í einkenni starfa hjá hinu opinbera annars vegar og einkafyrirtækjum hins vegar með tilliti til samkeppni
 • hafa skilning á flóknari aðgerðum í töflureiknum, t.d. Excel, (fjármálaföll, tölfræðiföll o.fl.) og geta hagnýtt við útreikninga og áætlanagerð, kunna að setja upp lista, leita, raða og sía færslur, kunna að beita gagnagrunnsforriti, t.d. Access, og þekkja aðferðir til að halda utan um gögn í gagnagrunnum
 • hafa skilning á hringrás efnahagslífsins og gangverki efnahagslífsins
 • öðlast færni í raunverulegum viðfangsefnum og verkefnum skrifstofu- og þjónustufyrirtækja