Til baka á forsíðu
FAIL (the browser should render some flash content, not this).

 


6. maí 2010

Hæfnisþörf í þjónustugreinum

Í rannsókn sem unnin var af Rannsóknarseturs verslunarinnar, Fagráðs verslunar- og þjónustugreina og Capacent eru greindir mikilvægustu hæfnisþættir í íslenskum þjónustufyrirtækjum og hveru gott vald starfsmenn hafa á þessum þáttum. Rannsóknin náði til framlínustjórnenda í fernskonar þjónustugreinum; flutninga, smásölu, ferðaþjónustu og trygginga. Tigangur rannsóknarinnar er að draga fram hvað starfsmenn og stjórnendur í þjónustufyrirtækjum telji mikilvægustu hæfniþætti viðkomandi starfa og hvernig tekst að uppfylla þá þætti. Niðurstöðurnar geta m.a. nýst fyrirtækjum og fræðsluaðilum við þróun námsleiða og innanhússþjálfun.
Verkefið var styrkt af Starfsmenntaráði og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Skýrsluna er að finna hér fyrir neðan. 

meira...
3. september 2009

Fjarnám fyrir stjórnendur og eigendur verslunar- og þjónustufyrirtækja

Margir sem starfa við verslun og þjónustu gætu styrkt stöðu sína verulega á vinnumarkaði fengju þeir viðurkenningu á þekkingu sinni og færni. Tækifæri til virkrar faglegrar símenntunar á þessu sviði  hafa verið takmörkuð fram að þessu. Verkefnið Retail Management for Adults in Lifelong Learning (RetAiL) miðar að því að mæta þessari þörf með því að skapa sveigjanlegt námsframboð sem einstaklingurinn getur lagað að sínum þörfum.  Námsefni á sviði verslunar- og þjónustu byggist m. a. á efni sem stofnanirnar sem standa að verkefninu nota nú þegar.  Það verður þróað og aðlagað svo það henti til kennslu fullorðinna í fjarnámi. 

 

meira...